Tilkynning frá sóttvarnalækni Suðurlands v.svínainflúensu

Í dag er staðan óbreytt hvað varðar svínainflúensuna nema að hún er að greinast í fleiri löndum. Engin tilfelli verið greind á veirufræðideild LSH og engin grunsamleg og alvarleg tilfelli verið lögð inn á LSH.


Við erum enn á hættustigi; engin ástæða að sinni til að breyta okkar fyrri áætlunum.


Fréttir utan úr heimi bendir til að inflúensan hafi dreifst víða um heim en hún viðist í grundvallaratriðum vera væg nema í Mexíkó en þar eru yfirvöld að draga í land með alvarleika sýkingarinnar.


Það er því engin ástæða til að auka viðbúnaðarstig hér á landi að sinni.