Tilkynning frá röntgendeild HSU í Vestmannaeyjum

Sú óheppilega staða kom upp að myndlesarinn (framköllunarvélin) á röntgentæki HSU í Vestmannaeyjum bilaði í síðustu viku og hefur nú verið dæmdur ónýtur.

Fenginn var annar lesara að láni í síðustu viku, sem bilaði einnig. Varahlutur var fenginn í hann erlendis frá, en við ísetningu hans kom í ljós að meira er bilað en áður hafði verið talið.

Staðan er því þannig að það þarf að panta annan varahlut að utan og mun það ferli taka einhverja daga í viðbót. Af þessum sökum verður röntgentækið ekki í notkun næstu daga, en viðgerð verður flýtt eins og kostur er.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Framkvæmdastjórn HSU hefur jafnframt lagt fram beiðni til Velferðarráðuneytis um nauðsynlega endurnýjun á röntgentæki í Vestmannaeyjum.

 

 

F.h. röntgendeildar HSU í Vestmannaeyjum,

Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir.