Tilkynning frá HSU vegna Covid bólusetninga

Nú stendur yfir bólusetning árganga 1946, 1947 og hluta af árgangi fæddum 1948. 

Mikið álag er á HSU vegna innhringinga og fyrirspurna um bólusetningar vegna Covid og eitthvað er um að fólk komi á bólusetningarstað, sem ekki hafi verið boðað, þá sérstaklega fólk sem átti að mæta áður en komst ekki þá.  Þeir sem misstu af boðaðri bólusetningu, verða boðaðir aftur og fá sent sms þegar að því kemur!

Því er mikilvægt að tilkynna það að ENGINN Á AÐ KOMA NEMA HANN HAFI FENGIÐ BOÐ Í SÍMANN SINN – SMS.

 

Eftir páska er stefnt á að bólusett verði fólk í þessum forgangshópum:

Forgangur 5 – aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum hætti.

Forgangur 6 – 60 ára + (erum langt komin með 70+)