Tilkynning frá HSU – Covid bólusetningar

Nú stendur yfir bólusetning árganga 1951 og eldri.

Mikið álag er á HSU vegna innhringinga og fyrirspurna um bólusetningar vegna Covid.

Eitthvað er um að fólk komi á bólusetningarstað, sem ekki hafi verið boðað, þá sérstaklega fólk sem átti að mæta áður en komst ekki þá.

Þeir sem misstu af boðaðri bólusetningu, verða boðaðir aftur og fá sent sms þegar að því kemur!

 

  • ENGINN Á AÐ MÆTA Á BÓLUSETNINGARSTAÐ NEMA HANN HAFI FENGIÐ BOÐ Í SÍMANN SINN – SMS.
  • MIKILVÆGT ER AÐ MÆTA Á RÉTTUM DEGI OG RÉTTUM TÍMA, BÍÐIÐ Í BÍLNUM EF ÞIÐ MÆTIÐ TÍMANLEGA.
  • HRINGIÐ OG BOÐIÐ FORFÖLL EF ÞIÐ KOMST EKKI, ÞIÐ MUNIÐ VERÐA BOÐUÐ AFTUR SÍÐAR.

 

VIÐ VILJUM ÓLM BÓLUSETJA ALLA OG ERUM ÞAKKLÁT FYRIR ÁHUGA FÓLKS SEM GERIR ÞETTA AUÐVELDARA OG SKEMMTILEGRA FYRIR OKKUR, EN VIÐ GETUM EKKI UPPLÝST EINSTAKA EINSTAKLINGA UM ÞAÐ HVENÆR KEMUR AÐ ÞEIM – ÞIÐ FÁIÐ SMS.

 

Í apríl er stefnt á að bólusett verði fólk í þessum forgangshópum:

  • Forgangur 5 – aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum hætti.
  • Forgangur 6 – 60 ára +
  • Forgangur 7 – fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

 

 

Flutningsmöguleikar á bóluefni til Vestmannaeyja eru takmarkaðir og valda því að bólusetningar þar eru viku á eftir öðrum starfsstöðvum HSU.