Tilkynning frá Heilsugstöðvum og Lyfsölum Vík og Klaustri

 

 

 

 

 

 

 

 

Sérstakar kringumstæður eru í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.

 

Vegna þessa verða í dag og og á næstu dögum gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fjarþjónustu verður beitt þar sem því verður við komið.

  • Haft verður samband við skjólstæðinga sem eiga pantaðan tíma og athugað hvort hægt verður að leysa erindið símleiðis eða með myndsamtölum í gegnum Heilsuveru..
  • Þegar það hentar verður skjólstæðingum beint í fjarþjónustulausnir.
  • Við bendum á heilsuveru til lyfjaendurnýjunar, áfram er hægt að fá lyf endurnýjuð með símtali en hafa a.m.k dags fyrirvara.
  • Ekki er tekið á mótum lyfjum til eyðingar.

 

Þeim tilmælum er eindregið  beint til skjólstæðinga að;

  • koma ekki með aðstandendur með sér á biðstofur og í tíma nema nauðsyn krefjist
  • staldra sem styst við á biðstofum, þ.e.a.s. að fara inn á stofnun og biðstofu einungis stuttu áður en tími á að hefjast.

 

Vegna COVID-19:

Ef þú þarft ráðgjöf hjúkrunarfræðinga vegna COVID-19 þá eru nokkrar leiðir:
– Vaktsíminn 1700
– Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma
– Samskipti á Mínum síðum á heilsuvera.is
– Netspjall á heilsuvera.is – 8:00-22:00

 

Lyfsalan:

  • Beinum þeim tilmælum til fólks og hringja og panta lyf eða lausasöluvöru og koma svo að sækja þegar tilbúið. Þetta er gert til að stytta biðtíma á biðstofu heilsugæslunnar.

 

Ávallt er að finna nýjustu upplýsingar á vef Landlæknis.

 

Með samstöðu og hjálpsemi komumst við saman yfir þetta verkefni

 

 

Starfsfólk Heilsugst. Klaustri og í Vík

 

Klaustur 432-2880

Vík: 432-2800