Tilboð opnuð í innréttingu 1. hæðar og kjallara nýbyggingar.

Opnuð hafa verið tilboð í innréttingu 1. hæðar og kjallara í nýbyggingu HSu á Selfossi. Alls bárust 24 tilboð. Kostnaðaráætlun hljóar upp á 178.994.500 króna.


Tilboðin sem bárust voru frá 78,59% – 102,06% af kostnaðaráætlun.
JáVerk ehf átti lægsta tilboð kr. 139.880.637 en hæsta tilboð hljóðaði upp á 181.667.000 kr.


Tilboðin eru nú til yfirferðar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.