Til íbúa Suðurlands frá HSU

Fárviðri_SUau_07122015 Fárvirðri_Suðurland_07122015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í ljósi aftaka veðurspár um fárviðri er ljóst að ekkert ferðaveður verður eftir hádegi á Suðurlandi ef spár ganga eftir. Stjórnendur HSU eru að bregðast við með þeim hætti að tryggja alla starfsemi og að öryggi sjúklinga og þjónustuþega sé ekki ógnað í þessum aðstæðum.

 

Allar starfstöðvar HSU verða opnar í dag samkvæmt þeim opnunartíma sem gildir á HSU, en íbúar Suðurlands eru beðnir um að fylgjast með tilkynningu almannavarna eftir hádegi. Ef spár ganga eftir er mælst til þess að íbúar bíði með að leita til HSU nema að brýna nauðsyn beri til.  Mælst er til þess hjá almannavörnum að fólk sé ekki á ferðinni eftir hádegi í dag. Hægt er að afbóka tíma eftir hádegi, kjósi fólk það og fá nýjan tíma við fyrsta tækifæri. Opið verður fyrir símaþjónustu á öllum heilsugæslustöðvum HSU eftir hádegi. Vaktsímanúmer HSU eftir kl. 16 er í síma 1700. Í neyðartilfellum er ávallt hægt að hringja í síma 112. 

 

Farið varlega!

Með bestu kveðju,

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.