Til hamingju með daginn hjúkrunarfræðingar og ljósmæður

 

 

Í dag, 12. maí er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga og þá er vert að huga að afrekum og störfum hjúkrunarfræðinga.

Hjúkrunarfræðingar vinna margvísleg störf innan HSU og krefst starf þeirra mikillar sérþekkingar og ábyrgðar.  Í covid faraldrinum hefur mikið mætt á þessari stétt, því auk daglegra starfa á HSU hafa hjúkrunarfræðingar tekið að sér umsjón með sýnatökum og bólusetningu vegna Covid-19. Slíkt verk er yfirgripsmikið og krefst mikillar skipulagningar sem okkar hjúkrunarfræðingar hafa gert með miklum sóma. Sem betur fer er Heilbrigðisstofnun Suðurlands  afskaplega rík af góðu starfsfólki og hafa allir verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum með gleðina að vopni.

 

Ljósmæður eiga margar daginn í dag þar sem þær eru flestar einnig hjúkrunarfræðingar, en þær áttu þar að auki sinn alþjóðadag þann 5. maí s.l.. Ljósmæður hafa fengið í sínar hendur, til viðbótar við sín hefðbundnu störf, spennandi verkefni, en þær sjá nú um framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi (fyrir utan fæðingarþjónustu, sængurlegu, mæðravernd ofl) og gengur það ótrúlega vel.

 

Til hamingju öll!