Þráðlaust net á HSU

Ánægjulegt er að að greina frá því að nú hefur verið hafist handa við að taka í notkun þráðlaust net á HSU.  Þessi úrbót á samskiptakerfi HSU er löngu tímabær og mun stórbæta vinnuumhverfi starfsmanna, bæta lífsgæði íbúa hjúkrunarrýma og inniliggjandi sjúklinga og auðvelda ýmislegt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu til HSU.

Þessa dagana er unnið að því leggja lagnir í og setja upp þráðlausa senda fyrir þráðlaust net á allar starfsstöðvar HSU og mun sú vinna standa yfir næstu vikurnar.

Byrjað verður á Selfossi og í Vestmannaeyjum og síðan koma aðrar stöðvar í kjölfarið.

Það verða menn frá TRS sem sjá um vinnuna og eiga þeir að vera auðkenndir merki TRS eða Geisla.

Beðist er velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda starfsfólki og þeim sem sækja þjónustu stofnunarinnar.