Að venju var haldið þorrablót á bóndadaginn á Ljósheimum. Þetta er fastur liður í því að brjóta upp hversdagsleikann og gera heimilsfólki glaðan dag, enda fóru flestir í sparífötin og höfðu sig til. Heimilisfólk og starfsfólk tóku síðan lagið við undirleik Þórðar Þorsteinssonar. Veisluþorramatur að hætti Gunnars kokks voru gerð góð skil og honum rennt niður með viðeigandi drykkjum. Var blótið mjög vel heppnað og voru allir ánægðir eftir daginn.