Þjónustusamningur HSU við Flóahrepp

Frá undirritun samnings

Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitastjóri Flóahrepps og Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU undirrita samninginn.

Frá undirritun

Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitastjóri Flóahrepps og Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU handsala samninginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag, 14. desember 2015, var undirritaður þjónustusamningur um trúnaðarlæknis- og heilbrigðisþjónustu af hálfu HSU fyrir starfsmenn Flóahrepps.  Samningurinn felur í sér samkomulag um þjónustu HSU fyrir heilsuvernd starfsmanna Flóahrepps og aðgengi þeirra að heilbrigðisstarfsmönnum HSU.  Að jafnaði starfa um 45 starfsmenn hjá Flóahrepp sem geta nú nýtt sér árlega heilsufarsskoðun hjá HSU.

 

Markmið samningsins er að minnka líkur á atvinnutengdum sjúkdómum og slysum starfsmanna.  Jafnframt verður veitt fræðsla til vinnuveitanda og starfsmanna á lífstílstengdum áhættuþáttum og varnir gegn þeim auk greiningar á aðstæðum á hverjum vinnustað til þess að draga úr fjarvistum sökum veikinda, sjúkdóma og slysa. Stefnt er að því að auka starfsánægju starfsmann á vinnustað og stuðla að vellíðan í starfi.  Starfsmenn geta leitað til hjúkrunarfræðings og trúnaðarlæknis á heilsugæslu HSU á Selfossi.

 

Afar ánægjulegt er að enn bætast í hópinn sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurlandi sem kjósa að gera samning við Heilbrigðisstofnun Suðurlands til að bæta heilsuvernd starfsmanna.  Reynslan hefur þegar sýnt að slíkir samningar hafa dregið úr starfsmannveltu og vísbendingar eru um að samstarfið hafi stuðlað að því fyrirbyggja sjúkdóma og koma í veg fyrir alvarlega afleiðingar einkenna sjúkdóma á byrjunarstigi. Þjónusta sem starfsmönnum býðst í kjölfar samningsins er auk árlegrar heilsufarsskoðunar, ýmsar mælingar, viðtöl, bólusetningar og fræðsla um slysavarnir, svefnvandamál, hreyfingu og önnur heilbrigðismálefni.

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.