Sjúkraþjálfun Selfossi

Við HSU á Selfossi, eru starfandi 3 sjúkraþjálfarar.  Sinna þeir öldrunardeildunum Fossheimum og Ljósheimum í 40% stöðu á hvorri deild, og  lyflæknissviði í 100% stöðu auk hreyfistjóra í 25% stöðu.  Á öldrunardeildinni metur og þjálfar/meðhöndlar sjúkraþjálfari ýmsa þætti eftir því sem ástæða er til, hvort heldur sem er í einstaklings- eða hópmeðferð.

 

 Sjúkraþjálfarinn vinnur ásamt öðrum starfsstéttum að því að:
  • Meta, viðhalda og bæta líkamlega og andlega færni skjólstæðinga.
  • Meta þörfina á hjálpartækjum.
  • Koma í veg fyrir einangrun með því að auka félagsleg samskipti innan deildar sem utan.
  • Auka virkni einstaklinganna og hjálpa þeim að finna og nýta sér þá dægradvöl sem þeir hafa gagn og ánægju af.
  • Gera einstaklingana hæfa til að dvelja utan sjúkrahúss og endurhæfa þá sem koma til tímabundinnar dvalar þannig að þeir komist í sitt fyrra umhverfi, hugsanlega að undangenginni heimilisathugun.
 
Á Lyflækningasviðinu við Árveg er fyrst og fremst um einstaklingsmeðferð sjúkraþjálfara að ræða. Bæði við mat og meðferð fyrir aðgerðir eftir því sem þörf er á, auk þess sem sjúkraþjálfari sér um þjálfun eftir aðgerðir hvort sem þær eru gerðar innan sjúkrahússins eða utan.

Á báðum sviðum metur sjúkraþjálfarinn í samvinnu við annað fagfólk á deildinni þörfina á hjálpartækjum eða annarri hjálp eftir útskrift af deildinni.  Auk þess er metið hvort þörf er á áframhaldandi meðferð eftir útskrift af deildinni.
Möguleiki er á að sinna sængurkonum á deildinni ásamt starfsfólki sængurkvennagangs, meðferð og fræðslu. 
Auk þessa tekur sjúkraþjálfari þátt í fræðslu og verklegri þjálfun starfsfólks stofnunarinnar.

 

Hreyfistjóri

Við Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfar nú sjúkraþjálfari í 25% stöðu sem hreyfistjóri við móttöku vegna hreyfiseðla. Hreyfiseðlar eru gefnir út af heilsugæslulæknum sem hafa metið að hreyfing eigi við sem meðferðarúrræði.  Sjá nánar hér

 

Hjálpartækjaráðgjöf

Sjúkraþjálfari Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi sjá um móttöku og ráðgjöf varðandi val og umsóknir á hjálpartækjum.  Móttakan er opin annan hvern föstudag kl. 8.00-10.00 og er í húsnæði endurhæfingar í kjallara nýbyggingarinnar við Árveg. Sjá nánar hér