Leiðbeiningar um töku þvagsýna

 
Almennt: 

Nauðsynlegt að vera fastandi fyrir mælingu á sykri, járni, fólinsýru og þríglýseríðum.

Æskilegt að tekið sé þvagsýni við fyrstu þvaglát að morgni.  Ef tekið seinna um daginn, skal helst líða meira en 2 klst frá síðustu þvaglátum.  Sýni skal geymt í kæliskáp þar til farið er með það í rannsókn.  Mikilvægt að koma sýninu sem fyrst til rannsóknar. 

Merkja ílát vel með nafni, kennitölu og dagsetningu og tíma sem sýnið er tekið.
Beiðni þarf alltaf að fá hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi.

Fyrir Kóvarmælingu þarf einungis að koma með beiðni í fyrst skipti.

Kóvarmælingin er framkvæmd á Selfossi en Segavarnir LSH sjá um lyfjaskömmtun.

Miðbunuþvag: Þegar tilgangur rannsóknarinnar er ræktun baktería, þ.e. grunur um þvagfærasýkingu.  Miðbunuþvag þýðir að byrja skal að kasta þvagi áður en sýni er tekið, þannig að fyrsta bunan komi ekki í sýnið.
Þvo svæði í kringum þvagrásina með volgu vatni.  Taka fram ef tíðablæðingar á þeim tíma sem sýnið er tekið.
Fyrsta þvag: Þegar tilgangurinn er að athuga hvort um sé að ræða klamydíusýkingu er tekið svokallað fyrsta þvag.  Þetta þýðir að fyrsta bunan fer beint í þvagprufuglasið.
Ef rannsaka á klamydíusýkingu og rækta fyrir bakteríum, þarf að taka þvag úr fyrstu bunu (ekki miðbunuþvag).  Merkja glas á viðeigandi hátt.