Rannsóknastofa Selfossi

Sími:  432 2130
Fax:    432 2131

Rannsóknastofa HSU Selfossi er með blóðtökutíma á milli kl. 8°° – 10°° alla virka daga.

Panta þarf tíma tíma fyrirfram í síma 432-2000.  Við komu þarf að gefa sig fram í móttökunni og greiða rannsóknagjald.
Nauðsynlegt er að hafa beiðni frá lækni þegar komið er í blóðtöku.

 

Rannsóknastofan er með bakvakt til miðnættis virka daga, en allan sólarhringinn um helgar.

Rannsóknastofan þjónustar Bráðamóttöku og Sjúkradeildir á Selfossi og einnig allar heilsugæslustöðvar HSU fyrir utan Vestmannaeyjar. Einnig þjónustar rannsóknastofan öll dvalarheimili á Suðurlandi og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

 

Starfsemi

Rannsóknastofa HSU framkvæmir rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði.

Flestar rannsóknir eru framkvæmdar á blóði, en einnig er rannsakað þvag, saur og ýmis sýni fyrir bakteríurækt

 

Áhugaverðir tenglar
Þjónustuhandbók rannsóknasviðs LSH

https://kaldur.landspitali.is/gaeda/gnhsykla.nsf/0/507BD47C46FF3EC6002577DE005C2BD7

Félag lífeindafræðinga    www.sigl.is
Bandalag háskólamanna www.bhm.is
Lífeindafræði við Háskóla Íslands   http://www.hi.is/laeknadeild/bs_nam_i_lifeindafraedi