Tölvusneiðmyndir með skuggaefni: Eru framkvæmdar á mánudögum og fimmtudögum.
Tölvusneiðmyndir án skuggaefnis: Eru framkvæmdar alla virka daga.
Mikilvægt er að láta vita ef viðkomandi hefur fengið ofnæmisviðbrögð við skuggaefni áður eða tekur sykursýkislyf (ekki insúlín).
Undirbúningur:
Tölvusneiðmynd af nýrum/þvagvegum
– Enginn auka undirbúningur. Gefið skuggaefni í æð.
Tölvusneiðmynd af kviðarholi
– Sjúklingur drekkur 1 L af vatni á einni klst. fyrir rannsókn og síðan gefið skuggaefni í æð.
Aðrar tölvusneiðmyndir með skuggaefni
– Tilvísandi læknir sér til þess að nýleg s-kreatinin mæling sé til staðar, Kreatin mæling má ekki vera eldri en 3 mánaða.
– Sjúklingar sem eru á metformin sykursýkislyfi (eða lyfjum sem innihalda metformin) skulu ekki taka það inn í tvo sólahringa eftir að rannsókn með skuggaefni hefur verið gerð og læknir skal ákveða hvort ný mæling verður gerð.
Tölvusneiðmyndir án skuggaefnis
– Ekki þarf sérstakan undirbúning.
Eftir rannsókn þar sem sjúklingur hefur fengið skuggaefni í æð er gott fyrir sjúkling að drekka aukalega eitt vatnsglas á klukkustund fyrsta sólahringinn eftir rannsókn.
Þegar á að fasta þá er átt við föstu á mat og drykk, ekki nota tyggjó og ekki reykja.