Myndgreining Selfossi

Á deildinni eru gerðar allar almennar beinarannsóknir,lungnarannsóknir, skuggaefnsisrannsóknir á meltingarvegi,skuggaefnisrannsóknir á hnjám hafa að mestu leyti dottið niður vegna nýrra tæknimöguleika í Reykjavík.

 
Röntgenlæknir kemur tvisvar í viku og gerir ómskoðanir og skyggnirannsóknir og les úr myndum. Kristján Róbertsson, röntgenlæknir á LSH – Fossvogi hefur sinnt því starfi frá því í apríl 2004.
 
Á deildinni er röntgentæki og tölvusneiðmyndatæki sem var tekið í notkun síðari hluta árs 2010.- myndir eru sendar rafrænt strax á Landspítalann  þar sem röntgensérfræðingar lesa úr þeim samdægurs og senda síðan svarið til baka. Þannig fá læknar mun fyrr niðurstöður úr rannsóknum. Röntgensérfræðingar munu áfram koma 2 daga í viku á Selfoss til þess að gera ómskoðanir og skyggnirannsóknir.