Læknaritarar Selfossi

 

Læknaritara Selfossi eru staðsettir á heilsugæslunni á 1. hæð. Þar er sinna allri læknaritaravinnu fyrir bæði heilsugæslustöðina og deildir sjúkrahússins sem eru: Fæðinga– og kvensjúkdómadeild, handlæknisdeild, lyflækningadeild, röntgendeild, hjúkrunardeildirnar Fossheima og Ljósheima, auk þess vinnu fyrir Fangelsið á Litla-Hrauni.

Endurnýjun lyfseðla fer fram hjá læknariturum og hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt á heimasíðu HSU.

 

Hvað er læknaritari ?

Læknaritari er löggilt heilbrigðisstétt – viðurkennd af Heilbrigðisráðuneytinu.
Læknaritari hefur næga faglega þekkingu til að skrá hvers konar læknisfræðilegar skýrslur varðandi sjúkdóma eða slys á fólki.
Læknaritari er samstarfsmaður lækna í öllum sérgreinum læknisfræðinnar við að útbúa læknisfræðilegar skýrslur sem eru ómetanlegar heimildir varðandi sjúkdóma einstakra sjúklinga og fyrir vísindastörf varðandi sjúkdóma og slys.
Læknaritari er mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðisstarfsfólks við sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, læknastofur og vísindastofnanir innan læknisfræðinnar.
Læknaritari þarf að hafa staðgóða þekkingu á líffærafræði, sjúkdómafræði, læknisfræðiheitum, lyfjafræði, læknisfræðilegum aðgerðum og rannsóknum.
Læknaritari hefur faglega þekkingu og siðfræði að leiðarljósi.
Læknaritari þarf að þekkja til heilbrigðis- og tryggingalöggjafarinnar, vita um helstu sjúkdóma í nútíma samfélagi svo og þekktar forvarnir.

 

 Læknaritar á Selfossi
Aðalheiður Ásgeirsdóttir yfirlæknaritiri HSU

Aðalbjörg Halldórsdóttir læknaritaranemi

Anna Björg Þorláksdóttir læknaritari

Kristín L. Gunnarsdóttir læknaritari

Sigríður Sigurjónsdóttir læknaritaranemi

Þóra Bjarnadóttir læknaritari