Innkaupadeild

Sími 432-2050

innkaupadeild@hsu.is

 

Innkaupadeildin sér um öll innkaup fyrir starfsstöðvar/deildir HSU sem ná frá Hveragerði í vestri og austur á Kirkjubæjarklaustur og er einn miðlægur lager staðsettur á Selfossi. Lögð er áhersla á framkvæmd innkaupa, þannig að þau séu hagkvæm, ábyrg og vel ígrunduð með tilliti til gæða og magns hverju sinni. Í dag eru 40 starfsstöðvar sem panta af miðlægum lager Innkaupadeildar, mis oft í mánuði.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er áskrifandi að rammasamningskerfi Ríkiskaupa sem annast gerð rammasaminga fyrir ríkisstofnanir. Innkaupadeildin miðar sín innkaup við notkun rammasamninga í þeim vöruflokkum sem þeir eru fyrir hendi. Við innkaup í þeim vöruflokkum sem ekki eru í rammasamningum Ríkiskaupa, leitar Innkaupadeild eftir tilboðum og/eða gerir verðsamanburð hjá birgjum, sama á við varðandi kaup á búnaði og tækjum.

Við innkaup er tekið tillit til umhverfissjónarmiða, kostnaðar og gæða.
Jafnframt er tekið tillit til líftíma vöru og umhverfislegra áhrifa vegna notkunar og förgunar.  
Innkaupadeildin pantar frá birgjum almennar rekstrarvörur ekki oftar en 1 sinni í viku, en í flestum tilfellum  2-3 sinnum í mánuði. Starfsstöðvar senda inn vörupantanir 1 sinni í viku á almennum rekstrarvörum og fer afgreiðslan fram samdægurs eða næsta dag. Ein pöntun frá starfsstöð getur verið vörupöntun  frá 6-12 birgjum en fer frá Innkaupadeild sem ein sending.
Miðlægum lager Innkaupadeildar er skipt upp í, lyf-hjúkrunarvörur-rannsóknarvörur-skrifstofuvörur og ræstingavörur.
Lyfjatæknir sér um afgreiðslu og pantanir á lyfjum.

 

Starfsmenn Innkaupadeildar eru:

 

Herdís Þórðardóttir Innkaupastjóri

Hjördís Inga Sigurðardóttir