Innkaupadeild

Sími 432-2050

innkaupadeild@hsu.is

 

Innkaupadeildin sér um öll innkaup fyrir starfsstöðvar/deildir HSU sem ná frá Hveragerði í vestri og austur á Höfn í Hornfirði auk Vestmannaeyja.  Einn miðlægur lager er staðsettur á Selfossi. Lögð er áhersla á framkvæmd innkaupa, að þau séu hagkvæm, ábyrg og vel ígrunduð með tilliti til gæða og magns hverju sinni. Í dag eru yfir 50 starfseiningar sem panta af miðlægum lager Innkaupadeildar, mis oft í mánuði.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er aðili að rammasamningskerfi Ríkiskaupa sem annast gerð rammasaminga fyrir ríkisstofnanir. Innkaupadeildin miðar sín innkaup við notkun rammasamninga í þeim vöruflokkum sem þeir eru fyrir hendi. Að auki tekur HSU þátt í útboðum með LSH á þeim vörum sem falla utan rammasaminga Ríkiskaupa. Við innkaup í þeim vöruflokkum sem ekki eru í rammasamningum Ríkiskaupa né í sameiginlegu útboði Heilbrigðisstofnana og LSH leitar Innkaupadeild eftir tilboðum og/eða gerir verðsamanburð hjá birgjum, sama á við varðandi kaup á búnaði og tækjum.

Við innkaup er tekið tillit til umhverfissjónarmiða, kostnaðar og gæða.
Jafnframt er tekið tillit til líftíma vöru og umhverfislegra áhrifa vegna notkunar og förgunar.  
Innkaupadeildin pantar frá birgjum almennar rekstrarvörur ekki oftar en 1 sinni í viku, en í flestum tilfellum  2-3 sinnum í mánuði.

Innkaupadeildin hefur innleitt birgða-og sölukerfi í Oracle og vefverslun fyrir starfseiningar. Hver starfseiningi sendir inn vörupantanir í vefverslun 1 sinni í viku á almennum rekstrarvörum og fer afgreiðslan fram eins fljótt og verða má. Ein pöntun frá starfsstöð getur verið vörupöntun  frá 6-12 birgjum en fer frá Innkaupadeild sem ein sending og því mikið hagræði fólgið í flutningskostnaði og með þessu móti stuðlum við að bættum umhverfisáhrifum.
Miðlægum lager Innkaupadeildar er skipt upp í, lyf, hjúkrunarvörur, rannsóknarvörur, skrifstofuvörur og ræstingavörur.

 

Starfsmenn Innkaupadeildar eru:

Herdís Þórðardóttir Innkaupastjóri

Hjördís Inga Sigurðardóttir innkaupafulltrúi

Karolina Zoch innkaupafulltrúi