Við Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfar einn iðjuþjálfi í 100% stöðu sem er samstarfsverkefni og skiptist á milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (60%), skólaþjónustu Árborgar, skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu (20%) í samvinnu við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Auk þess þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi (20)%.
Í iðjuþjálfun barna á Suðurlandi er lögð áhersla á að aðstoða barnið við að ná færni í daglegum viðfangsefnum. Starfið felur í sér greiningu, ráðgjöf og þjálfun samkvæmt tilvísun frá heilbrigðisstofnun, skólaþjónustu Árborgar, velferðar og skólaþjónustu Árnesþings, félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi og öðrum stofnunum innan heilbrigðisþjónustunnar.
Sími Iðjuþjálfunar er 432-2061
Iðjuþjálfar vinna með eftirfarandi þætti:
- Eigin umsjá – klæðnaður, snyrting, borðhald
- Fínhreyfifærni – grip, handbeiting, vinnulag
- Félagsfærni – þátttaka, samskipti, sjálfsmynd
- Tómstundaiðja – virk þátttaka, áhugi, ánægja
- Skynjun – upplifun, viðbrögð, aðstæður
- Aðlögun umhverfis – skipulag, vinnuumhverfi, líkamsstaða
- Tölvuvinna – tjáskipti, sérbúnaður
- Hjálpartæki – prófun, aðlögun og þjálfun