Hreyfistjóri

Við Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfar nú sjúkraþjálfari í 25% stöðu sem hreyfistjóri við móttöku vegna hreyfiseðla. Hreyfiseðlar eru gefnir út af heilsugæslulæknum sem hafa metið að hreyfing eigi við sem meðferðarúrræði.

Hreyfistjóri metur ástand viðkomandi einstaklings, setur upp þjálfunaráætlun og fylgir henni eftir. Veitir stuðning og leiðbeinir varðandi hreyfiúrræði sem eru í boði á svæðinu. Auk þess sinnir hann kynningu og fræðslu varðandi verkefnið til starfsfólks stofnunarinnar og til almennings.

Hreyfiseðilsverkefnið er styrkt af Velferðaráðuneytinu og hófst vinna við innleiðingu hreyfiseðla við HSU fyrr á þessu ári. Móttaka vegna hreyfiseðla er á Selfossi sem tekur á móti einstaklingum af öllu þjónustusvæði HSU.