Skrifstofa forstjóra HSU

Á skrifstofunni starfa:  Forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar, framkvæmdastjóri fjármála, deildarstjóri fjármála, mannauðsstjóri, verkefnastjóri, bókari, skrifstofustjóri, launafulltrúi og viðskiptafræðingur á launadeild.  Einnig hefur starfsmaður úr Rangárþingi aðstöðu á skrifstofunni einu sinni í viku, sem sér um innheimtumál og bókhaldsskráningu.  Auk þess er starfandi skrifstofustjóri í Vestmannaeyjum.

Í framkvæmdastjórn eru:  Forstjóri, framkvæmdastjóri fjármála, framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar og mannauðsstjóri. Að öllu jöfnu eru haldnir vikulegir fundir.

Umfang skrifstofunnar jókst til muna með sameiningu allra heilsugæslustöðva á Suðurlandi við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi. Þessi sameining átti sér stað 1. sept. 2004.

Skrifstofan sér um allt skrifstofuhald fyrir alla stofnunina þ.e.a.s. sjúkrahúsið, 2 hjúkrunardeildir Ljósheima og Fossheima, 8 heilsugæslustöðvar og heilsugæsluþjónustu Litla-Hrauns.

Hlutverk skrifstofunnar er m.a. að sjá um fjármál stofnunarinnar, áætlun, upplýsingar og eftirfylgni, bókhald, innheimtu og uppgjör, útreikning launa og starfsmannamál.

Notað er bókhaldskerfi Oracle, en launin eru unnin í launakerfi fjársýslu ríkisins. Fyrir birgðahald og innkaup er notað hugbúnaðarkerfið DK. Undanfarið hefur staðið yfir innleiðing á vakta- og viðverukerfi Vinnu-Stundar og áætlað er að búið verði að innleiða allar deildir fyrir áramótin 2012.

Aðstaða skrifstofu forstjóra er ennþá í bráðabirgða húsnæði –  í húsi staðsettu á lóð stofnunarinnar á Selfossi. Fyrirhuguð breyting er ekki í sjónmáli fyrr en í nýrri viðbyggingu við stofnunina á Selfossi, sem þegar er búið að hanna.

 

 

Aðalnetfang HSU er hsu@hsu.is

Fyrirspurn varðandi reikninga bokhald@hsu.is

 

  

 

 Á skrifstofu forstjóra starfa:

 

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri

Björn Steinar Pálmason,  framkvæmdastjóra fjármála

Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga

Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar

Cecilie B. H. Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri

Hólmfríður Einarsdóttir, umsjónamaður rafrænnar sjúkraskrár

Sigríður Marta Gunnarsdóttir, launafulltrúi

Anna M. Sívertsen, deildarstjóri fjármála

Gerður Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra

Agnes Antonsdóttir, skráningar og innheimta

Kristín Bára Gunnarsdóttir, bókari

Jóna Björgvinsdóttir, skrifstofustjóri í Vestmannaeyjum