Á skrifstofunni starfa: Forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar, framkvæmdastjóri fjármála, mannauðsstjóri, mannauðsráðgjafi, verkefna- og gæðastjóri, verkefnastjóri í gæðamálum, umsjónamenn fjármála og innheimtu og launafulltrúar. Auk þess er starfandi skrifstofustjóri í Vestmannaeyjum.
Í framkvæmdastjórn eru: Forstjóri, framkvæmdastjóri fjármála, framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar og mannauðsstjóri. Að öllu jöfnu eru haldnir vikulegir fundir.
Skrifstofan sér um allt skrifstofuhald fyrir alla stofnunina þ.e.a.s. tvö sjúkrahús á Selfossi og í Vestmannaeyjum, hjúkrunardeildirnar Ljósheima og Fossheima og í Vestmannaeyjum, hjúkrunarheimilisins Hraunbúða, 9 heilsugæslustöðva á 10 stöðum og heilsugæsluþjónustu Litla-Hrauns.
Hlutverk skrifstofunnar er m.a. að sjá um fjármál stofnunarinnar, áætlun, upplýsingar og eftirfylgni, útreikning launa og starfsmannamál.
Aðstaða skrifstofunnar er ennþá í bráðabirgða húsnæði – í húsi staðsettu á lóð stofnunarinnar á Selfossi.
Aðalnetfang HSU er hsu@hsu.is
Fyrirspurn varðandi innsenda reikninga bokhald@hsu.is
Fyrirspurn varðandi innheimtu (útsendir reikn.) HSU innheimta@hsu.is
Á skrifstofu forstjóra starfa:
Anna M. Sívertsen, umsjón fjármála og innheimtu
Axel Björgvin Höskuldsson, framkvæmdastjóri fjármála
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
Cecilie B. H. Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri
Díana Óskarsdóttir, forstjóri
Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir, verkefna- og gæðastjóri
Gerður Óskarsdóttir, umsjón fjármála og innheimtu
Harpa Íshólm Ólafsdóttir, launafulltrúi
Inga Þórs Yngvadóttir, verkefnastjóri í gæðamálum
Ingibjörg Rafnsdóttir, mannauðsráðgjafi
Jóna Björgvinsdóttir, skrifstofustjóri í Vestmannaeyjum
Sigríður Marta Gunnarsdóttir, launafulltrúi
Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga