Þjónusta lyfjafræðings við HSu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samkomulag við Stefán Jóhannsson, lyfjafræðing, um lyfjafræðilega þjónustu við stofnunina.Skv. lyfjalögum skal stofnunin hafa lyfjafræðing í þjónustu sinni, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á öflun lyfja og eftirliti með þeim. Þjónusta lyfjafræðings felst m. a. í að hafa umsjón með öllum lyfjageymslum og lyfjabirgðum stofnunarinnar, veita upplýsingar og faglega ráðgjöf um lyfjaval, notkun, meðferð og annað, sem lyfjum tengist. Þá mun hann sinna reglulegu eftirliti við allar heilsugæslustöðvar stofnunarinnar og annast nauðsynlega skýrslugerð.