Þingmenn Suðurkjördæmis voru á ferð á Selfossi í gær, en svokölluð kjördæmavika þingmanna var sl. viku.Þingmennirnir komu í heimsókn á heilbrigðisstofnunina í gær og hittu framkvæmdastjórn stofnunarinnar, þar sem voru málefni stofnunarinnar s.s.sameiningu stofnunarinnar, rekstrarstöðu, byggingamál, þjónustu við aldraða, sjúkraflutninga ofl. Lögð var áhersla á við þingmennina, að hlutverk stofnunarinnar þurfi að vera skýrt og fjárveitingar verði í samræmi við hlutverkið. Jafnframt var lögð áhersla á, að þegar 1. áfanga nýbyggingar við stofnunina á Selfossi lýkur í febrúar 2007 verði strax byrjað á 2. áfanga byggingarinnar. Í 2. áfanga verður lokið við innréttingu 1. hæðar og kjallara.
Í lok heimsóknarinnar var farið um stofnunina undir leiðsögn heimamanna.
Heimsókn sem þessi er afar mikilvæg, bæði fyrir stofnunina og þingmenn til að skiptast á upplýsingum og skoðunum. Nauðsynlegt er, að þingmenn séu vel upplýstir um starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar og stjórnendur stofnunarinnar taki mið af sjónarmiðum og ábendingum þingmanna.