Þing norrænna meltingarlækna á Íslandi

28. þing Norrænna meltingarlækna var haldið á Nordica Hóteli. 6-8. júní sl.Sigurjón Vilbergsson, meltingarlæknir á HSu sem er formaður Félags íslenskra. meltingarlækna átti sæti í undirbúningsnefnd þingsins setti þingið þann 6. júní á Hótel Nordica í Reykjavík.
Á þriðja hundrað þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum sátu þingið. Fjölmargir erindi voru flutt en þema ráðstefnunnar var Skimun á ristilkrabbameini og lifrarsjúkdómar, bólgusjúkdómar í meltingarvegi og iðraólguheilkenni ö.n. ristilkrampar.
Þing þessi eru haldin á 5 ára fresti og skiptast Norðurlöndin á að halda þau. Að sögn Sigurjóns er mjög mikilvægt fyrir lækna hér á landi að halda tengslum við sérfræðinga á hinum Norðurlöndunum.