Þing heimilislækna á Selfossi

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni var þing Félags íslenskra heimilislækna haldið á Selfossi nýlega. Þetta er í annað skipti sem þingið er haldið í núverandi mynd en þau verða að haldin á tveggja ára fresti.
Þingið er vettvangur vísindaerinda og faglegrar umræðu, heimilislæknar kynna rannsóknir sínar og annað sem áhugavert þykir.

Arnar Þór Guðmundsson, heilsugæslulæknir á Selfossi var einn af skipuleggjendum þingsins og sagði hann að alls hefðu mættu rúmlega 70 heimilislæknar sem eru um þriðjungur starfandi heimililækna, og er þetta betri mæting en áður.

Læknar á HSu tóku mikinn þátt í dagskrá þingsins og má þar nefna að Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri HSu kynnti stofnunina, en einnig sá hann um, ásamt Agli R. Sigurgeirssyni, heilsugæslulækni á Selfossi, kennslu í ortopedískri medisin, Ragnar Gunnarsson, heilsugæslulæknir á Selfossi og læknir í fangelsinu á Litla Hrauni stýrði fræðslufundi um fangelsislækningar en John Donné de Niet, geðlæknir á HSu var með erindi um fíkn og lyfjameðferð.Björg Þ. Magnúsdóttir
Þá kynnti Björg Þ Magnúsdóttir, heilsugæslulæknir á Selfossi rannsókn sína um streptókokkasýkingar í börnum í Garðabæ, hlaut Björg viðurkenningu fyrir rannsókn sína á þinginu. (sjá frétt þar um). Þingið þótti takast afar vel í alla staði.