Þarf ég að meðhöndla sykursýkina ?

Það birtist áhugaverð grein í breska læknablaðinu New England Medical Journal í ár þar sem A. Thomson hafði rannsakað með félögum árangurinn af sykursýkismeðferð.  Um er að ræða mjög yfirgripsmikla rannsókn með um 820.900 einstaklingum með sykursýki.  Kannaður var mismunur á lífslíkum sjúklinga með sykursýki og einstaklinga án sykursýki.  Reiknaði hafði verið og tekið tillit til aldurs, kyns, reykinga og þyngdarstuðuls þegar niðurstöður eru reiknaðar. 

 

Töluvert aukin dánartíðni greindist hjá sykursýkissjúklingum.  Aukningin kemur fyrst og fremst vegna dauðfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma og er áhætta 130% meiri hjá sykursýkissjúklingum en þeim sem ekki hafa sykursýki.  Það kom einnig fram í rannsókninni að um 25% aukningu var að ræða með andlát vegna illkynja sjúkdóma.  Þá var sérstaklega um að ræða krabbamein í lifur, brisi, þvagblöðru, lungum og eggjastokkum en einnig í ristli og brjósti.  Ekki er þó mögulegt vegna þess hversu fáir sjúklingar hafa þessa sjúkdóma og hvað um fá einstaklinga var að ræða að draga sterkar ályktanir af þessum niðurstöðum um krabbameinið. 

 

Það vakti athygli að væntanlegt líf einstaklings um fimmtugt er 6 árum styttra hjá sykursýkissjúkum..   Höfundurinn og rannsakandinn fann greinileg tengst hvort sykurgildið var undir 5,6 eða yfir 5,6 að jafnaði og fastandi.  Benti það til þess að því betri sem meðferðin er og því betra eftirlit sem haft er með sykursýkissjúkum og sykrinum haldið betur niðri þeim mun betur nálgast þeir lífaldur einstaklinga án sykursýkinnar. 

 

Niðurstaðan af þessari rannsókn er því að mikilvægt er að fylgjast vel með sykursjúkum og þeir verða að taka alvarlega  ráðleggingar um mataræði, lífsstíl og hreyfingu. Beita þarf þeim ráðum sem þarf til að sykurgildið haldist eðlilegt Með þeim hætti er hægt að ná bestum árangri og gera sykursýki að sjúkdómi sem hefur ekki áhrif á lífslengt . 

 

Óskar Reykdalsson

framkvæmdastjóri lækninga

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

 

Heimilid  Thompson A, et al. N Engl J Med, 2011;364:829-41