Þakkir til starfsfólks HSu

Nýverið hittust á Klaustri fulltrúar frá Almannavörnum, ráðuneytiststjóranefnd sem stofnuð var í kringum Grímsvatnagosið, sveitastjóri og oddviti Skaftárhrepps,  ásamt hjúkrunarstjóra HSu á Klaustri, Auðbjörgu Bjarnadóttur.  Farið var yfir stöðu mála og meðal annars farið yfir umfangið í kringum gosið.  Þar kom m.a. fram hjá Ráðuneytisstjóra Velferðarráðuneytisins, að öll vinna starfsfólks Heilbrigðisstofununar Suðurlands hefði verið til fyrirmyndar meðan á gosi stóð, öll samskipti útávið verið óaðfinnanleg, tengiliðir verið til sóma og rétt staðið að allri upplýsingasöfnun.  Ráðuneytisstjóri Velferðarráðuneytisins, bað fyrir góðar kveðjur til starfsfólks HSu.

Fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru þetta góðar fréttir, en eins og allir vita hefur mikið mætt á stofnuninni undanfarin ár, vegna jarðskjálfta, gosa, öskufalls og öskufjúks á  þjónustusvæðinu.