Tannlæknaþjónusta í Vík

Nú er komin upp nýr og fullkomin búnaður til tannlækninga í Vík.

Tannlæknirinn fær aðstöðu á heilsugæslustöðinni í Vík og mun þar sinna tannlæknaþjónustu fyrir íbúa á svæðinu.  Búnaðinn leggur tannlæknirinn, Theódór Friðjónsson til og er þetta mikill fengur fyrir samfélagið, að fá svona þjónustu heim í hérað. Tímapantanir fari fram í gegnum heilsugæslustöðina fyrir þá sem þurfa að nýta sér þjónustuna.