Talþjálfun fyrir fullorðna
– Kynningarfundur talmeinafræðinga –
Haldinn verður kynningarfundur í fundarsal HSu miðvikudaginn 5. október nk. kl 15:00. Þar munu talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Suðurlands kynna nánar nýja talmeinaþjónustu fyrir fullorðna. Sigurður Jónsson mun einnig halda erindi ásamt Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur félagsmálastjóra hjá Félagsþjónustu Árborgar.
Allir sem hafa áhuga á málefninu eru boðnir hjartanlega velkomnir!