Nýverið gerði HSU samkomulag við öryggisfyrirtækið Securitas um að fyrirtækið sjái um Covid 19 sýnatökur undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna á HSU. Þetta fyrirkomulag mun létta á því gríðarlega álagi sem heilbrigðisstarfsmenn á HSU hafa fram til þessa þurft að standa undir.
Allar sýnatökur verða áfram í kjallara Krónunar á Selfossi en tími skimana er breyttur frá því að vera eftir hádegið og verður framvegis frá kl. 9:00 – 12:00 alla virka daga.
Framkvæmdar verða PCR sýnartökur og hraðpróf og er gríðarleg aukning í hraðprófin, sérstaklega eftir að skólar byrjuðu og er það mikill ávinningur að geta fengið staðfestingu með á svo stuttum tíma sem hraðprófin gefa.
Áfram er fyrirkomulagið þannig að fólk sem hefur minnstan grun um einkenni skrái sig á Heilsuveru.is og fá í kjölfarið sent strikamerki í símann sem þarf að sýna við komuna. Þeir sem ekki eru skráðir í Heilsuveru.is geta hringt á sína heilsugæslu á dagvinnurtíma og skráð sig þar. Utan dagvinnutíma má hringja í 1700.
Sýnatökur eru ekki um helgar hjá HSU heldur á Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík.
ATH að PCR og antigen sýnatökur vegna ferðalaga eru ekki gerðar á HSU en til þess að fara í þær prufur þarf að skrá sig á síðuna Travel.covid.is
Nánari upplýsingar er að finna á www.hsu.is eða www.covid.is