Svínainflúensa í svínum á Íslandi

Eins og komið hefur fram í fréttum þá hefur svínainflúensan (H1N1) sem gekk sl. vetur greinst í svínum í svínabúum hér á landi. Þessi svín voru/eru einkennalaus og ekki vitað til að smit hafi borist í menn.


Vegna þessa þá hefur sóttvarnalæknir ákveðið eftirfarandi:


  1. Starfsmenn svína- og fuglabúa sem ekki voru bólusettir gegn svínainflúensu sl. vetur skulu nú bólusettir með Pandemrix (einn skammtur)
  2. Starfsmenn búanna sem bólusettir voru með Pandemrix sl. vetur skulu bólusettir með árlega inflúensubóluefninu Fluarix.
  3. Starfsmenn ofangreindra búa skilgreinast nú sem áhættuhópur hvað varðar inflúensu og eiga því að fá Fluarix bóluefnið frítt eins og aðrir áhættuhópar. Endurgreiðslu fyrir bóluefnið með nöfnum og kennitölum skal senda til sóttvarnalæknis eins og fyrir aðra áhættuhópa.
  4. Yfirdýralæknir er nú að finna nöfn starfsmanna svína- og fuglabúa sem undir þetta falla. Sóttvarnalæknir mun síðan hafa samband við sóttvarnalækna þeirra svæða og umdæma þar sem þessi bú er að finna varðandi útfærslu á bólusetningunni.
  5. Ráðleggingar til almennings um bólusetningu gegn inflúensu eru óbreyttar frá fyrri ráðleggingum.