Svæfing barna

Undirbúningur heima
Kæra foreldri
Okkur er annt um að dvöl barnsins á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verði sem þægilegust. Hlutverk þitt er mikilvægt og með því að kynna þér hvers má vænta í tengslum við aðgerðina og svæfinguna getur þú upplýst barnið og dregið úr eðlilegum kvíða ykkar. Til að tryggja öryggi og vellíðan barnsins biðjum við þig að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum og fylla út spurninga-lista um heilsufar barnsins á bakhlið blaðsins.
Látið barnið ekki borða neitt 6 klst. fyrir áætlaðan aðgerðartíma.
Barnið má drekka tæran vökva t.d. vatn eða eplasafa (ekki mjólkurdrykki) fram að 2 klst. fyrir aðgerð.
Ef barnið er á einhverjum lyfjum er æskilegt að gefa þau með vatni 2-4 klst. fyrir aðgerð.
Noti barnið astmapúst gefið það þá áður en lagt er af stað að heiman.
Sé barnið að fara í nefkirtlatöku biðjum við þig að gefa því Parasupp verkjastíla 1 klst. fyrir áætlaðan aðgerðartíma skv. eftir-farandi lista:
 8-9 kg 250mg
 10-12 kg 375mg
 13-15 kg 500mg
 16-18 kg 625mg
 19-24 kg 750mg
 > 25 kg 1000mg

Hvað gerist aðgerðardaginn:

Á Heilbrigðisstofnun Selfoss hittir þú starfsfólk skurðdeildar sem spyr út í heilsufar, föstu og þyngd barnsins og upplýsir þig um ferilinn.
Foreldri er með barninu þegar það er svæft.
Oftast er svæft með grímu sem sett er yfir vit barnsins. Notað er fljótvirkt og skammvirkt innöndunarsvæfingalyf svo barnið sofnar á 1-2 mínútum og vaknar fljótt að lokinni aðgerð. Sterk lykt er af svæfinglyfinu sem getur valdið óróleika í byrjun svæfingar. Eðlilegt er að öndun breytist og að barnið hrjóti þegar það er að sofna.
Aðgerðin getur tekið 10-30 mínútur og þú verður hjá barninu meðan það vaknar. Hjúkrunarfræðingur verður hjá þér og vaktar barnið.
Barnið getur verið órólegt fyrst þegar það vaknar og einnig kemur fyrir að það kasti upp. Ef nefkirtlar eða hálskirtlar eru teknir getur vætlað blóð úr vitum barnsins fyrst eftir aðgerðina.
Heimferð er oftast möguleg 15-30 mínútum eftir röraísetningu í eyru og nefkirtlatöku. Vegna hálskirtlatöku dvelur barnið ásamt foreldri yfirleitt á sjúkrastofnunni til næsta dags.
Skurðlæknir ræðir við þig  áður en þú ferð heim og gefur þér ráðleggingar varðandi eftirmeðferð.

 

Hvað gerist eftir aðgerðina:

Fyrstu dagana getur verið um vanlíðan að ræða hjá barninu og þarf að halda því heima.
Nef- eða hálskirtlatöku fylgja smá verkir og er ráðlegt að gefa barninu Parasupp stíla eða Parasol mixtúru aðgerðardaginn og næstu daga samkvæmt ráðleggingum á umbúðunum.
Börn sem fara í hjóðhimnuástungu og röraísetningu eða nefkirtlatöku mega drekka þegar heim er komið og borða ef engin ógleði er til staðar.
Eftir hálskirtlatöku er rétt að hvetja barnið til að drekka kalda, glæra vökva eða borða frostpinna.
Frekari upplýsingar gefa:
Svæfingalæknir:

Hallgrímur Magnússon v.s. 480 5100


Háls- nef- og eyrnalæknir :


Páll M. Stefánsson


Starfslið skurðdeildar