Sunnlendingar skora á heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisráðherra fékk í gær afhentar um 4300 undirskriftir Sunnlendinga sem Samband Sunnlenskra kvenna safnaði til að mótmæla skerðingaráformum sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra hafði boðað.


Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK og Guðrún Þóranna Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss afhentu ráðherra möppu með undirskriftunum en þar er skorað á heilbrigðisráðherra Ögmund Jónasson að hætta við þau áform sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra kynnti í janúar s.l. um að leggja niður bakvaktir fæðingar-, skurð- og svæfingalæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og að loka skurðstofu um kvöld og helgar.