Sunnlendingar ársins á HSu

Hlustendur Suðurlands FM á Selfossi völdu Sunnlending ársins 2009. Fyrir valinu urðu tveir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þau Hrönn Arnardóttir og Stefán Pétursson fyrir frækilegt afrek sitt í sumarbústað við Flúðir í nóvember þegar þau komu að björgun manns sem fallið hafði niður nokkra metra úr bústaðnum og lent á steypustyrktarjárnum, sem fóru í gegnum hann á nokkrum stöðum.Þau fengu í viðurkenningarskyni gjafakort í Krónunni á Selfossi og blómvendi frá Sjafnarblómum. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri, Sigrún Jónsdóttir, verslunarstjóri Krónunnar, Hrönn, Stefán og Einar Björnsson, útvarpstjóri Suðurlands FM 963.

 

Frétt fengin úr Dagskránni

Mynd: Magnús Hlynur