Sumarstarfsemi 2008

Sjúkrahús á suðvesturhorni landsins


Sjúkrahúsin á Suð-Vesturhorni landsins, þ.e. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landspítali, sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin Akranesi og St. Jósefsspítali – Sólvangur hafa yfirfarið og samræmt sumarstarfsemi sína, sbr. samninga sem undirritaðir voru fyrr á árinu. Meðfylgjandi er yfirlit yfir sumarstarfsemi hverrar stofnunar fyrir sig.


Heilbrigðisstofnun Suðurlands


Hand- og lyflæknisdeild dregur úr starfsemi og verður með 15 rúm opin. Skurðstofa lokar í 7 vikur, frá 23. júní – 11. ágúst, og dregið verður úr skurðaðgerðum aðrar vikur sumarsins. Fæðingum fækkar á sama tíma og skurðstofu lokar, vegna skorts á skurðstofuaðgengi, en sængurlegurými verða opin.


Hjúkrunardeild á 3. hæð opnar 10 rúm í vor eða 6 viðbótarrými. Þau skiptast í 8 rými fyrir heilabilaða og 2 hvíldarrými. Önnur starfsemi verður óbreytt. 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja


Skurðstofa lokar í rúmar 6 vikur, frá 30. júní – 14. ágúst. Fæðingum fækkar á sama tíma og skurðstofu lokar, vegna skorts á skurðstofuaðgengi, en sængurlegurými óbreytt. Önnur starfsemi verður óbreytt.


Landspítali


5 daga öldrunarendurhæfingardeildir loka í 5 vikur hvor en önnur öldrunarrými verða opin. Samdráttur verður í þjónustu endurhæfingarsviðs, en þó er gert ráð fyrir að 28 legurými verði opin sem er nokkuð meira en sl. sumar. Dregið verður úr starfsemi á skurðstofum og skurðdeildum á skurðlækningasviði, barnasviði og kvennasviði, þannig að dregið er úr skipulögðum skurðaðgerðum en allri bráðaþjónustu er sinnt. Dregið er úr þjónustu dag- og göngudeilda þar sem því verður við komið. Önnur starfsemi verður óbreytt.Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin Akranesi


Lyflækninga- og handlækningadeildir verða rekin sem ein deild með 18 rúm, frá 10. júní – 19. ágúst. Liðskiptaaðgerðir verða annan hvern mánudag en aðrar skipulagðar skurðaðgerðir verða ekki á þessum tíma. Önnur skurðstofan verður lokuð á þessum tíma.


Önnur starfsemi verður óbreytt en gert er ráð fyrir meiri mannskap á írskum dögum aðra helgi í júlí.


St. Jósefsspítali – Sólvangur


Enginn samdráttur verður í starfsemi Sólvangs.


Skurðstofum og handlækningadeild á St. Jósefsspítala verður lokað frá 7. júlí – 25. ágúst. Samdráttur verður á lyflækningadeildinni og hún rekin með 10-12 rúm í sumar. Samdrátturinn er meiri en sl. sumar.