Sumarið er tíminn fyrir hjól og hjálma

Guðný BogadóttirSumarið er tíminn – þegar við tökum reiðhjólin okkar fram og förum að hjóla.

Það er þessi tími sem er erfiður fyrir slysavarnahjúkrunarfræðinginn sem sér hættur á hverju götuhorni, þegar börn, sem eru of ung til að hafa getu til hjóla á götunni, koma þjótandi yfir gatnamót, án þess að hægja á sér og með hjálminn hangandi aftan á höðinu.

Hjólreiðar hafa aukist mikið síðustu ár og eru að mati undirritaðar heilsusamlegur og umhverfisvænn ferðamát. Það er mismundandi milli sveitarfélaga hversu góð aðstaða til hjólreiðaiðkunar er. Með auknum fjölda hjólreiðamanna hefur fjöldi hjólreiðaslysa aukist. Hægt er að draga úr fjölda slysa með því að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum í umferðinni og með því að hjólreiðamenn fylgja lögum og leiðbeiningum Og noti hjálma.

Alvarlegustu slysin verða þegar hjólreiðamenn lenda í árekstri við vélknúin ökutæki og það er mikilvægt að ökumenn bifreiða séu vakandi , taki tillit til hjólreiðamanna og virði þeirra rétt.

Mikilvægt er að fara yfir hjólin reglulega, athuga bremsur, gíra, dekk og ljós. Vorin eru góður tími til þess, sérstaklega ef hjólin hafa ekki verið notuð allan veturinn. Og það þarf að athuga hjálmana

Almenna reglan ætti að vera sú að börn undir 12 ára aldri hjóli aðeins á gangstéttum, göngu- og hjólreiðastígum. Fyrr er þoski varðandi jafnvægi, grófhreyfingar og samhæfingu ekki fyrir hendi. Einnig eru þau of lágvaxin til að sjá yfir bíla í umferðinni.

Fullorðnir þurfa lögum samkvæmt ekki að nota reiðhjólahjám, þess þurfa einungis þeir sem eru yngri en 15 ára sem er svipað eins og að einungis örvhentir þyrftu bílbelti.

Hjálmar draga úr alvarleika áverka hjá börnum og fullorðnum

Það á ekki að þurfa að ræða um öryggi sem hjólreiðahjálmur veitir og reglulega koma fréttir um atvik þar sem hjálmur hefur forðað alvarlegu slysi. Höfuðið er tiltölulega óvarinn líkamshluti og áverkar á heila geta haft alvarlegar og lífshættulegar afleiðingar . Nokkuð algengt er að við lendum á höfðinu ef við verðum fyrir slysi á hjólum.

Það eru ekki einungis alvarleg höfuðhögg sem geta haft afleiðingar.   Höfuðhögg sem jafnvel eru svo væg að ekki er ástæða til að leita til læknis geta valdið minniháttar áverkum á heila, sem síðan orsaka varanlegar afleiðingar hjá börnum og jafnvel löngu síðar hjá fullorðnum. Svo sem hegðunarvanda og skertri færni.   Reiðhjólahjálmur sem rétt er notaður getur varnað slíkum áverkum.

Til að hjálmur veiti fulla vörn þarf hann að vera af réttri stærð, vera heill og sitja rétt á höfði viðkomandi. Eyrað á að vera í miðju V forminu og einn til tveir fingur komast undir hökubandið. .

Athugið að þó rætt sé um notkun hálma við hjólreiðar þá á það einnig við hjólabretti, hlaupahjól og línuskauta.

Með von um gott sumar og vonast til að sjá sem flesta hjólandi – og með hjálma.

 

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Guðný Bogadóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslunni í Vestmannaeyjum HSU