Stuðningsviðtöl vegna erfiðleika í íslensku þjóðfélagi

Vegna stöðu efnahagsmála á Íslandi þessa dagana og í kjölfar þeirra erfiðleika sem nú ríða yfir íslenskt þjóðfélag hafa aðilar sem vinna að velferðarþjónustu, undir forystu Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar,  ákveðið að bjóða þeim stuðningsviðtöl sem á því þurfa að halda. Að verkefninu koma  Fjölskyldumiðstöð Árborgar – félagsþjónusta, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Skólaskrifstofa Suðurlands, Vinnumálastofnun Suðurlandi, prestar og Rauði krossinn.

Fyrst um sinn verður opið þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 17:00 og 19:00 á 3ju hæð í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi. Á þeim tíma verða starfsmenn ofanritaðra stofnana til viðtals. Þjónustan opnar þriðjudaginn 14. október nk. kl. 17.00.
Verið hjartanlega velkomin í Ráðhús Árborgar – heitt verður á könnunni.