Stuðningsviðtöl hefjast að nýju

Vegna stöðu efnahagsmála og í kjölfar þeirra erfiðleika sem nú eru í íslensku þjóðfélagi hafa aðilar sem vinna að velferðarþjónustu, undir forystu Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar, ákveðið að bjóða þeim stuðningsviðtöl sem þess óska. Að verkefninu koma Fjölskyldumiðstöð Árborgar – félagsþjónusta, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Skólaskrifstofa Suðurlands, prestar í Árnesprófastdæmi og Rauði krossinn.


Þeir sem óska eftir viðtali er bent á að hringja í þjónustuver Sveitarfélagsins Árborgar í síma 480-1900 eða senda tölvupóst á netfangið arborg@arborg.is og gefa upp símanúmer. Haft verður samband við viðkomandi og viðtalstími tilkynntur.