Stofnun hjúkrunar-og ljósmæðraráðs á HSu

Þann 19. okt. sl. var stofnað hjúkrunar- og ljósmæðraráð HSu.Hlutverk ráðsins er að vera stjórnendum HSu til ráðuneytis um öll hjúkrunar- og ljósmóðurfræðileg atriði í rekstri HSu og að vera faglegur vettvangur hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra innan HSu. Ráðið hefur frumkvæði að og er vettvangur umræðna um málefni er undir þessi svið heyra innan stofnunar og utan. Það tekur einnig þátt í þróunarvinnu innan stofnunarinnar og er í tengslum við mennatstofnanair á svið hjúkrunar- og ljósmóðurfræða.
Í stjórn og varastjórn voru kosnar Sigrún Kristjánsdóttir, ljósmóðir, Tineke Koers, geðhjúkrunarfræðingur, Arndís Finnsson, hjúkrunarstjóri, Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.