Stjórnskipulag HSU

Nýtt skipuriti HSU tekur gildi þ. 1. febrúar næstkomandi og hefur það verið kynnt heilbrigðisráðherra, sbr. 11.gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Breytingarnar eru unnar í samráði við framkvæmdastjórn HSU. Meðfylgjandi mynd sýnir skipurit stofnunarinnar, en starfseminni er nú skipt upp í fjögur svið: sjúkrahússvið, heilsugæslu- og forvarnarsvið, fjármálasvið og mannauðssvið.
Stjórnskipulag HSU hefur í grunninn verið byggt á þeim breytingum sem urðu í byrjun árs 2015, þegar formleg sameining Heilbrigðisstofnana á Suðurlandi tók gildi. Frá þeim tíma hefur starfsemin vaxið og þróun þjónustunnar tekið breytingum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður nú skipt upp í tvö klínísk svið, ásamt fjármálasviði og mannauðssviði. Klínísku sviðin eru sjúkrahússvið og heilsugæslu- og forvarnarsvið. Markmið skipulagsbreytinganna er að gera framkvæmdastjórn stefnumiðaðri, skýra ábyrgðarsvið og fá betri yfirsýn á þróun heilbrigðisþjónustunnar, ásamt því að stuðla að aukinni samvinnu við aðrar heilbrigðisstofnanir. Breytingarnar eiga jafnframt að samhæfa þjónustuna og bæta flæði á milli starfseininga.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri