Stjórnendur frá HSSA í heimsókn á HSu

Gestirnir frá HSSA, stilltu sér upp til myndatöku ásamt stjórnendum HSu

Stjórnendur Heilbrigðsstofnunar Suðausturlands, HSSA, eru að vinna að stefnumótun í heilbrigiðs- og öldrunarmálum fyrir sveitarfélagið Hornafjörð.   Í tengslum við þá vinnu komu í heimsókn á HSu 8 yfirmenn og stjórnarmenn HSSA miðvikudaginn 8. Júní.  Þeim var kynnt starfsemi og þjónusta HSu, hjúkrunardeildir aldraðra voru skoðaðar og farið í heimsókn á þjónustumiðstöð aldraðra í Grænumörk.  Í lokin var dagvistun fyrir heilabilaða, Vinaminni, heimsótt.