Stjórn LHH fundar á Selfossi

Stjórn Landssamtaka heilsugæslustöðva og heilbriðigsstofnana hélt nýlega vorfund sinn á Selfossi. Flutt voru fjölmörg erindi og m.a. kynnt reiknilíkan Heilbrigðis- og tryggingastofnunar (en það er notað til þess að reikna út fjárþörf stofnana).Rætt var um sérfræðiþjónustu í heilsugæslu og rekstur heilbrigðisþjónustu. Kynnt voru mismunandi rekstrarform heilsugæslustöðva s.s. reynsla af einkarekstri í heilsugæslu og rekstri sveitarfélaga. Í lokin kom fram sjónarmið neytenda á heilsugæslu og heilbrigðisþjónustuna. Fulltrúi neytenda var Kristinn Ág. Friðfinnsson, sóknarprestur og sagði hann einnig frá sálgæslu í sínu starfi.
Formaður samtaka LHH er Birna Bjarnadóttir, verkefnastjóri Heilsug. höfuðborgarsv.
Aðrir í stjórn eru: Guðrún Kristjánsdóttir, varaformaður, framkvæmdastjóri Heilsug. Borgarnesi
Esther Óskarsdóttir, gjaldkeri, skrifstofustj. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu)
Margrét Guðjónsdóttir, ritari, framkvæmdastjóri heilsug. Akureyri
Meðstjórnendur: Lilja Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarforstjóri HSA
Guðný Bogadóttir, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja ,Ágúst Oddsson, yfirlæknir heilsug.st. Hvammstanga, Gunnar Helgi Guðmundsson, yfirlæknir heilsug. Efstaleiti
Varamenn: Sigurður Árnason, yfirlæknir Heilbrigðisst. Suðurnesja (HSS) og  Þórunn Benediktsdóttir, framkvstjóri heilsug. Hlíðunum.