
Hjúkrunarfræðingar sem fengu styrk úr Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Með þeim á myndinnni eru Ólafur G. Skúlason, formaður Fíh og Auðna Ágústsdóttir, formaður Vísindasjóðs Fíh
Steinunn Birna Svavarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og verkefnastjóri heimahjúkrunar á heilsugæslustöð Selfoss, hlaut styrk úr Rannsókna- og vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í tengslum við rannsókn sína, Heilsueflandi heimsóknir til 80 ára einstaklinga á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Rannsóknin er 60 einingar og er hluti af Magister Scientiarum gráðu í Heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.
Tilgangur rannsóknarinnar var að nýta fyrirliggjandi gögn til að bera saman tvo hópa 80 ára einstaklinga sem ýmist þáðu eða afþökkuðu heilsueflandi heimsókn. Rýnt var í afdrif hópanna einu og tveimur árum eftir heimsóknina. Einnig var rannsakað hvað einkenndi hópinn sem þáði heilsueflandi heimsókn.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga úthlutaði styrkjum úr vísindasjóði sínum til hjúkrunarfræðinga á Landspítala við upphaf „viku hjúkrunar 2014“ á spítalanum 12. maí 2014.