Steindór Zóphóníasson gaf HSu 1 milljón kr

Steindór Zóphóníasson gaf HSu 1 milljón kr. og Dagdvöl aldraðra í Árborg 1 milljón kr.Þann 12. febr. 2008 barst tilkynning til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá útibúi LÍ á Selfossi um peningagjöf að upphæð kr. 1 millj. frá  Steindóri Zóphóníassyni.
Einnig gaf Steindór 1 millj. kr. til Dagdvalar aldraðra í Árborg.
Steindór lést 17. mars sl. á dvalarheimilinu Kumbaravogi.
Steindór bjó lengst af í Ásbrekku í Gnúpverjahreppi, en fluttist á Selfoss árið 1992. Árið 2007 vistaðist Steindór á hjúkrunar- og dvalarheimilið Kumbaravog á Stokkseyri.
Dóttir Steindórs og Bjarneyjar G. Björgvinsdóttur er Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir og býr í Reykjavík.


 

Steindór var mjög ánægður með þá þjónustu sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafði veitt honum og vildi sýna þakklæti sitt með þessum hætti.
Með sama hætti vildi hann sýna þakklæti sitt fyrir þá þjónustu sem hann naut hjá Dagdvöl aldraðra í Árborg.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands er afar þakklát fyrir höfðinglega gjöf sem gerir stofnuninni kleift að bæta aðstöðu við sjúklinga hvað varðar aðbúnað og tækjakost.
Þá er einnig ómetanlegur sá hlýhugur sem gjöfinni fylgir og hvatning til starfsmanna í sínum störfum.


Fyrir Dagdvöl aldraðra í Árborg er það mikill heiður og ángæja að taka á móti þessu framlagi Steindórs og mikil hvatning til áframhaldandi uppbyggingar Dagdvalarinnar sem jafnframt sýnir að þeir sem notið hafa þjónustunnar meta hana að verðleikum og vilja stuðla að því að starfsemi hennar haldi áfram.


Blessuð sé minning Steindórs Zóphoníassonar.