Við gefum líf

Við getum bjargað lífi annarra með því að gefa þeim líffæri, Í öðrum tilvikum getum við lengt ævi fólks og bætt heilsu þess og líðan með líffæragjöf.

Við verðum öll sjálfkrafa líffæragjafar frá og með nýársdegi 2019 í samræmi við ný lög sem taka þá gildi.

Þeir sem kunna að vera andvígir því að gefa líffæri skrái það á www.heilsuvera.is /Mínar síður. Þeir sem ekki nota tölvur og stunda tölvusamskipti geta leitað aðstoðar heimilislækna sinna við að skrá afstöðu sína.

Nánari upplýsingar um líffæragjafir má nálgast á vefsíðu Embættis landlæknis (slóð https://www.landlaeknir.is/lif ) eða með því að skrá sig inn á „Mínar síður“ Heilsuveru (slóð https://www.heilsuvera.is/ ).