Sykursýkismóttaka Vestmannaeyjum

 
Móttakan er ætluð fyrir einstaklinga með greinda sykursýki eða blóðsykurshækkanir. Læknar Heilsugæslunnar vísa fólki á sykursýkismóttökuna.
Móttakan er opin einu sinni í viku á miðvikudögum frá kl: 8- 16. Einstaklingar hitta hjúkrunarfræðing á 3-6 mánaða fresti og lækni a.m.k. einu sinni á ári. Auk viðtala eru gerðar blóð- og þvagrannsóknir.
 
Markmið sykursýkismóttökunnar er:
• Að koma í veg fyrir eða draga úr fylgikvillum af völdum sykursýki með því að veita fræðslu og ráðleggingar um mataræði og hreyfingu og stuðla þannig að jafnvægi blóðsykurs.
• Að kenna fólki að mæla og meta eigin blóðsykur.
• Að bjóða upp á reglulegt eftirlit
Meðferð við sykursýki er að miklu leyti í höndum hins sykursjúka sjálfs, þ.e. heilbrigðum lífsstíl .s.s. mataræði og hreyfingu, mælingum á blóðsykurgildum og réttri lyfjanotkun. Reglulegt eftirlit er mikilvægt þar sem sjúkdómurinn breytist oft með tímanum og áherslur í meðferð þar með.
 
Tímapantanir:
Hægt er að panta tíma alla virka daga í síma 432-2500.
Greitt er komugjald fyrir hverja komu. Greiða þarf sérstaklega fyrir rannsóknir.
 
Hjúkrunarfræðingur móttökunnar er Auður Ásgeirsdóttir
 
Áhugavert efni varðandi sykursýki
 
Samtök sykursjúkra   www.diabetes.is