Heilbrigðisgagnafræðingar í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisgagnafræðingar annast ritun sjúkraskráa, vottorða og skráningu til opinberra aðila og hafa yfirumsjón með skýrslugerð og skjalavörslu fyrir stofnunina.

Endurnýjun lyfseðla fer fram hjá heilbrigðisgagnafræðingum og hægt er að endurnýja lyfseðla rafrænt á heimasíðu HSU.

 

Hvað er heilbrigðisgagnafræðingur ?

Heilbrigðisgagnafræðingar er löggilt heilbrigðisstétt – viðurkennd af Heilbrigðisráðuneytinu.
Heilbrigðisgagnafræðingar hefur næga faglega þekkingu til að skrá hvers konar læknisfræðilegar skýrslur varðandi sjúkdóma eða slys á fólki.
Heilbrigðisgagnafræðingar er samstarfsmaður lækna í öllum sérgreinum læknisfræðinnar við að útbúa læknisfræðilegar skýrslur sem eru ómetanlegar heimildir varðandi sjúkdóma einstakra sjúklinga og fyrir vísindastörf varðandi sjúkdóma og slys.
Heilbrigðisgagnafræðingar er mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðisstarfsfólks við sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, læknastofur og vísindastofnanir innan læknisfræðinnar.
Heilbrigðisgagnafræðingar þarf að hafa staðgóða þekkingu á líffærafræði, sjúkdómafræði, læknisfræðiheitum, lyfjafræði, læknisfræðilegum aðgerðum og rannsóknum.
Heilbrigðisgagnafræðingar hefur faglega þekkingu og siðfræði að leiðarljósi.
Heilbrigðisgagnafræðingar þarf að þekkja til heilbrigðis- og tryggingalöggjafarinnar, vita um helstu sjúkdóma í nútíma samfélagi svo og þekktar forvarnir.

 

 

Heilbrigðisgagnafræðingar í Vestmannaeyjum eru:

Aníta Marý Kristmannsdóttir Heilbrigðisgagnafræðingur

Ester Torfadóttir  Heilbrigðisgagnafræðingur

Kristín Sjöfn Sigurðardóttir aðstoðarm. heilbrigðisgagnafræðinga