Fræðsla og heilsuefling

 
Skólaheilsugæslan sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Þróunarstofu.
Áherslur fræðslunnar eru:
• Hollusta
• Hvíld
• Hreyfing
• Hreinlæti
• Hamingja
• Hugrekki
• Kynheilbrigði.
Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.