Skólahjúkrun Vestmannaeyjum

 
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd.
Markmið heilsuverndar skólabarna er að stuðla að því að skólabörn fái að þroskast við sem bestar andlegar, líkamlegar og félagslegar aðstæður.
 
 

 

 

Í Grunnskóla Vestmannaeyja starfa tveir hjúkrunarfræðingar : Hrund Gísladóttir og Vera Björk Einarsdóttir, viðvera þeirra er sem hér segir:
Vera Björk Einarsdóttir netfang: vera@grv.is , sími 4882209/4882200
Í Hamarsskóla:
Mánudaga kl. 8-12
Þriðjudaga kl. 8-14:30
Fimmtudaga kl. 8-11
Föstudaga kl. 8-12
Í Barnaskóla:
Miðvikudaga kl. 8-14:30
Fimmtudaga kl. 11-14:30:
 
 
Hrund Gísladóttir netfang: hrundgisla@simnet.is 4882309/4882300
Í Barnaskóla:
Mánudaga kl. 8-12
Fimmtudaga kl. 8-12
Föstudaga kl. 8-12
 
 
Við upphaf skólagöngu fær skólahjúkrunarfræðingur heilbrigðisskýrslu barnsins frá þeirri heilsugæslustöð sem hefur þjónað því. Þegar barn flytur á milli skóla fer skýrsla barnsins til viðkomandi skólahjúkrunarfræðings eða heilsugæslustöðvar.
Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.
Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Allar upplýsingar eru rúnaðarmál og  skýrslurnar eru geymdar í læstum skjalaskápum sem eingöngu skólahjúkrunarfræðingar hafa aðgang að.