Við innlögn á sjúkradeild

 

Upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur

 

Velkomin á sjúkradeildina

 

Við innlögn þarf að  hafa með sér slopp, inniskó, rakáhöld, tannbursta, tannkrem, greiðu og aðrar þær snyrtivörur sem viðkomandi telur þig þurfa að nota. HSU leggur til nærföt.

Sjúklingar sem fara í rannsóknir og/eða aðgerðir fá upplýsingar áður hjá læknum og hjúkrunarfræðingum um svæfingu, deyfingu og framkvæmd.

 

 

 Lyfjagjöf

 

Á meðan sjúklingur dvelur á sjúkradeild skal hann aðeins nota lyf í samráði við lækna deildarinnar. Lyf og lyfjakort skal því afhenda lækni eða hjúkrunarfræðingi við innlögn.

 

 

Matmálstímar eru eftirfarandi:

 

Morgunmatur kl. 08:30

Hádegismatur kl. 11:30

Kaffi kl. 14:00

Kvöldmatur kl. 17:30

Kvöldkaffi kl. 20:00

Hafi fólk sérstakar óskir eða venjur varðandi fæðutegundir er reynt að verða við þeim.

 

Sími

 

Skiptiborð er opið alla virka daga frá kl. 08:00-17:00. Lokað er um helgar. Eftir lokun skiptiborðs er hægt að hringja í síma 432 2600.

Sími fyrir sjúklinga 432 2622, er staðsettur inni á vaktherbergi. Sjúklingar eru ekki sóttir í síma eftir kl. 20:00 nema brýna nauðsyn beri til.

Heimilt er að nota farsíma en athugið að notkun þeirra getur valdið samsjúklingum ónæði.

 

 

Fjölmiðlar og bækur

 

Við hvert rúm er útvarp, sjónvarp er í setustofu. Bækur og dagblöð er hægt að fá til aflestrar.

 

Varsla persónulegra muna

 

Deildin getur ekki ábyrgst fjármuni né verðmæti sem fólk hefur meðferðis, en hægt er að setja verðmæti í geymslu sé þess óskað.

 

Kapella

 

Er í kjallara hússins, hún er opin sjúklingum og aðstandendum eftir nánara samkomulagi við umsjónarmann. Við HSU eru starfandi prestar sem sinna sálgæslu og trúarlegri þjónustu við sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Starfsfólk deildarinnar veitir upplýsinga varðandi frekari prestþjónusu.

 

 

Útskrift

 

Læknir ákveður útskrift sjúklings og hvort nauðsyn sé á endurkomutíma. Við brottför fær sjúklingur upplýsingar um lyf og/eða lyfjakort ef á þarf að halda. Hjúkrunarfræðingar veita einnig upplýsingar og ráðgjöf varðandi útskrift. Ef einhverjar spurningar vakna er gott að skrá þær niður og hafa tilbúnar við útskrift.

Ef vandamál koma upp eftir útskrift er ráðlagt að hafa samband við vakthafandi heilsugæslulækni.

 

Mikilvægt er að muna eftir að hafa eigur sínar meðferðis.

 

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

 

Allt sem þú heyrir eða færð vitnesku um er tengist sjúkdómi og meðferð sjúklinga á deildinni geymir þú með sjálfum þér.

 Vinsamlegast gerið sjúkdóma annarra sjúklinga ekki að umtalsefni.

Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku. Öll vitneskja um sjúklinga, sjúkdóma þeirra og meðferð er að sjálfsögðu háð þagnarskyldunni.

 

Við leggjum áherslu á að veita bestu mögulegu einstaklingsmiðuðu þjónustu sem völ er á. Aðstandendur eru hvattir til að hafa samband við starfsfólk ef frekari upplýsinga er þörf.

 

Heimsóknartímar eru kl. 15:00 – 16:00 og kl. 19:00 – 19:30. Eða eftir nánara samkomulagi.